Sandgerði - Glæsileg harðfiskverkun.
Flokkur:
Verð:
75.000.000
ISK. Til sölu þessi mjög svo glæsilega harðfiskverkun að Sjávargötu 1 í Sandgerði. Um er að ræða 254 m² fasteign á 2.700 m² lóð. Fasteigni hefur verið tekin í gegn frá grunni, utan sem innan. Lóðin er malbikuð og voru klóaklagnir við það tækifæri einnig endurnýjaðar. Í Húsinu eru tveir þurrkklefar, frystir, hráefniskælir og góð starfsmannaaðstaða, skrifstofa, salerni og kaffistofa. Þurrkklefunum er hægt að stjórna gegnum nettengingu hvaðan sem er. Vel tækjum búin rekstur og þrifaleg framleiðsla í alla staði. Vinnsluleyfið fylgir með eignarhlutanum í sér einkahlutafélagi. Lóðaleigusamningurinn er gerður 4. janúar 2023 og gildir til 50 ára.