Gjaldskrá

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Kvótamarkaðsins ehf. og gildir nema um annað hafi verið samið. Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts. nema annað sé tekið fram. Virðisaukaskattur er síðan 24% til viðbótar þóknun samkvæmt gjaldskránni.

Kaup og sala

Sala fasteigna og skipa.

  • Sala skráðra skipa í almennri sölu 3,0 % af söluverði. Sé skip selt utan er lágmarksþóknun 5 % af söluverði. 
  • Sala fasteigna: Íbúðarhúsnæði 2 % af söluverði, lágmarks þóknun þó kr. 200.000 + VSK.
    Iðnaðarhúsnæðis 3,5 % af söluverði. 
  • Sala aflahlutdeilda og annarra veiðiheimilda 1,5 %.
  • Sala aflamarks 0,75 % af söluverði.
  • Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa 0,50 % af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 125.000.-
  • Sala félaga og atvinnufyrirtækja 3,5 % af heildarsölu, þ.m.t. birgðir.
  • Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5 % af söluverði.g. Sala sumarhúsa 2,5 % af söluverði.

Makaskipti

Við makaskipti er þóknun samkv. því er fram kemur í 2.1 A lið. Hafi önnur hvor eignin hvergi verið til sölu skal þóknun vera 1.8 % af söluverði þeirrar eignar eða eftir samkomulagi. Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar samkvæmt söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist eigin kaupsamning auk þess að koma fram fyrir hönd sinna umbjóðenda í tilboðs og samningsferlinu.

Ýmis skjalagerð og ráðgjöf

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi.

Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna, umboða, skuldabréfa og tryggingabréfa tengist ekki kaupsamningsgerð er þóknun kr. 8.000.- fyrir hvert skjal með vottun ef við á.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi eða föstu gjaldi eftir samkomulagi.

Skoðun og verðmat

Fyrir verðmat á íbúðarhúsnæði sé fasteign ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 25.000.-

Fyrir skoðun og skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði sem ekki kemur til sölumeðferðar greiðist 0,1% af verðmatsfjárhæðinni en þó að lámarki kr. 50.000.-

Útleiga fasteigna

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera kr. 30.000.- auk kostnaðar við gagnaöflun.

Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 50.000.- auk tímagjalds sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða.

Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu.Eignaumsýsla, skuldaskil og uppgreiðsla lána. Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi, sbr. kafla 8.0.

Ýmis ákvæði

Kaupendaþóknun (umsýslugjald)

Kaupandi greiðir 0,5% af kaupverði fyrir þjónustu sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð fyrir og við kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats, gerð verðmats á fasteign kaupanda (ef þannig háttar), þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals og allra veðskjala sem kaupandi greiðir með við kaupsamning og ábyrgð því samfara að þessi skjöl skili sér á rétta staði, aðstoð við veðflutninga (sé þess þörf), lögbundin hagsmunagæsla vegna ýmissa mála sem upp kunna að koma í söluferlinu s.s. vegna gallamála, aflýsing og fl.

Seljandi greiðir fast gjald kr. 15.000. (auk vsk.), vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala. Sé eignin ekki seld hjá fasteignasölunni greiðist kr. 15.000.- fyrir öflun gagna.

Tímagjald.: Tímagjald er kr. 15.000.

Óheimil afnot af myndum sem birtar eru á vefsvæði félagsins og eru eign þess: 50.000 kr. +VSK/mynd

Getum við bætt efni síðunnar?